Brot : breyting á stefnu ljóss, hljóðs, hita eða annarar orku þegar að hún ferðast yfir eða í gegnum
eitthvað.
"Brot" sýnir samsetningu verka eftir hönnuðina Salóme Hollanders með g(l)lazed mirrors, Sigríði Birnu
Matthíasdóttur með House of Error - Waning Moon, Elínu Margot og Antoníu Berg með Fró(u)n.
Refract : to change the direction of light, sound, heat, or other energy as it travels across or through
something.
"Refract" presents a combination of works by designers Salóme Hollanders with g(l)azed mirrors, Sigríður
Birna Matthíasdóttir with House of Error - Waning Moon, Elín Margot and Antonía Berg with Fró(u)n.
g(l)azed mirrors | Salóme Hollanders
g(l)azed mirrors er hönnunarlína eftir Salóme Hollanders sem samanstendur af þremur gerðum spegla; original
g(l)azed mirror, mini g(L)azed mirror og tall g(L)azed mirror.
Grunnformin og geómetrísk abstraktlist hafa lengi heillað Salóme og er formlögun speglanna byggð á einu
grunnformanna, hringnum. Með samsetningu hringformsins í ólíkum stærðum taka speglarnir á sig ósymmetríska
og flæðandi lögun. Speglarnir eru lakkaðir með slitserku háglanslakki og eru fáanlegir í sjö mismunandi
litum. Salóme hannar og framleiðir hvert eintak hér Íslandi í samstarfi við fagaðila og því fer mikil ást,
vandvirkni og tími í gerð hvers spegils.
g(l)azed mirrors are a collection of mirrors designed by Salóme Hollanders that consists of three types;
original g(l)azed mirror, mini g(l)azed mirror og tall g(l)azed mirror.
The fundamental geometric shapes as well as geometric abstract art have long fascinated Salóme. Therefore
the figure of the mirrors is based on one of the fundamental geometric shapes, the circle. By combining
circular shapes in different sizes, the mirrors take on asymmetrical and flowing form. The mirrors are
varnished with a resistant high-gloss lacquer and are available in seven different colors. Salóme designs
and manufactures each piece in Iceland in collaboration with skilled craftsmen, so a lot of love, care and
time goes into the making of each mirror.
*
House of Error - Waning Moon | Sigríður Birna Matthiasdóttir
House of Error er glænýtt stafrænt tískuhús sem kemur til með að frumsýna sitt fyrsta “collection”, Dvínandi
tungl. Dvínandi tungl heiðrar framlag kvenna til tækni og lista, og gagnrýnir í senn kerfislæga fordóma sem
hafa jaðarsett konur í þessum geirum.Dvínandi tungl sækir innblástur í samband kvenna við hringrás
tunglsins, framlag kvenna til vísinda, stafrænt handverk og dulspeki.
House of Error trúir að með aukinni valdeflingu kvenna munum við sem samfélag afnema kapítalisma og endur
tengjast náttúrunni. Stafræn tíska er áhugaverður nýr miðill sem hefur fjölmarga framtíðarmöguleika.
Á sýningunni verður hægt að prófa stafrænar flíkur í viðbótarveruleika.
House of Error's debut digital fashion collection, "Waning Moon," stands at the intersection of technology,
mysticism, and feminist empowerment. This collection transcends the conventional separation of myth and
machine, embedding the narrative of female resilience and empowerment within its digital
craftsmanship.
"Waning Moon" pays homage to women's historical and ongoing contributions to technology and the arts,
critiquing systematic biases that have marginalized female voices in these fields. By integrating digital
artistry with themes of ecological futures , non-linear storytelling, and myth-making, the collection
advocates for a symbiotic relationship between technology and spirituality, challenging patriarchal
narratives.
House of Error presents a vision of the future where technology serves as a medium for inclusive, equitable
narratives, contributing to the discourse on gender, spirituality, and technology's role in society, in an
abstract and playful way.
At the exhibition, attendees will be able to test digital garments in augmented reality.
*
Fró(u)n | Elín Margot and Antonía Berg
Fyrir Hönnunarmars, býður Fró(u)n gestum að tengjast náttúrunni radíkalt: með því að elska hana!
Antonía Berg og Elín Margot munu kynna Fró(u)n, safn jarðbundinna kynlifstækja gerða úr postúlíni og leir úr
Berunesi í Berufirði, heimahögum Antoníu. Þær munu hýsa workshop í Reykjavík þar sem öllum er velkomið að
koma og handgera sín eigin kynlífstæki úr postulíni og íslenskum jarðefnum. Hvernig tjáum við ást til
jarðarinnar? Hvað myndi breytast ef við myndum hugsa um jörðina sem elskhuga, endurskoða umgengni okkar við
hana og byggja upp nýtt samband sem byggir á ást fremur en ofnýtingu? Íslenskur jarðvegur er einstakur og á
frekari athygli okkar skilið. Með því að nýta íslenskan leir og postulín við gerð kynlífsleikfanga beina
Antonía Berg og Elín Margot ljósi að því hvernig hægt er að beita rótttækari leiðum til að endurnýta
sjálfbæran jarðveg Íslands.
For Designmarch, Fró(u)n invites guests to connect with nature radically: by having sex with it!
Antonía Berg and Elín Margot will present Fró(u)n, a collection of earthy sex toys made with clay from
Berunes fjord, and host a workshop where anyone can hand model their own dildo with porcelain.
The designers aim to create a fetish for the ground we live on by inviting users to treat their environment
with love. The idea of the earth as a lover is to reconsider how we interact with the natural environment
and create new relationships based on love rather than exploitation.
Icelandic ground is unique and needs more consideration; through the creation of sex toys made of Icelandic
clay and porcelain, Antonía Berg and Elín Margot propose alternative ways to view and potentially interact
with our environment.